Sport

Hildur öflug í sigurleik Jämtland

Hildur Sigurðardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Jämtland unnu langþráðan sigur, 71-63, á Umeä í sænsku úrvalsdeildinni eftir fjögur töp í röð. Hildur skoraði 18 stig, tók 7 fráköst og stal fjórum boltum í leiknum og lék sem fyrr lykilhlutverk í liði Jämtland. Liðið er nú í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki en alls eru tólf lið í deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Norrköping 28. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×