Sex leikir á ellefu dögum 12. nóvember 2004 00:01 Keflvíkingar hafa nóg að gera þessa dagana í körfuboltanum því liðið stendur í ströngu á öllum vígstöðum bæði heima og erlendis. Keflvíkingar léku í gær við KR í Intersportdeildinni en það var annar leikur liðsins í einni erfiðustu leikjatörn sem íslenskt körfuboltalið hefur gengið í gegnum. Hún hófst með glæsilegum sigri liðsins á portúgalska liðinu Madeira í Bikarkeppni Evrópu á miðvikudaginn og endar um næstu helgi þar sem svo gæti farið að liðið spilaði leiki þrjá daga í röð. Það er ekki nóg með að þetta séu margir leikir á stuttum tíma heldur eru þetta mikilvægir leikir gegn sterkum liðum. Inni í þessari törn eru tveir Evrópuleikir gegn portúgölsku og frönsku liði, útileikur gegn KR, heimaleikur gegn Grindavík og svo úrslit Hópbílabikarsins sem fara fram um næstu helgi. Þar leikur Keflavík fyrst við topplið Njarðvíkur og vinnist sá leikur bíður úrslitaleikur við Grindavík eða Snæfell rétt rúmlega hálfum sólarhring síðar en allt eru þetta sterk lið sem krefjast öll fullrar einbeitingar og athygli frá leikmönnum Keflavíkurliðsins. Komist Keflvíkingar í úrslitaleikinn verður hann sjötti leikur liðsins á ellefu dögum en það gefst lítill tími til að blása úr nös eftir þessa ótrúlegu helgi því tveir útileikir bíða í vikunni á eftir, fyrst ferð til Frakklands þar sem liðið mætir Reims og svo á Selfoss þar sem liðið spilar við Hamar/Selfoss en það verður hugsanlega áttundi leikur liðsins á tveimur vikum. Þá hefur Keflavíkurliðið á 14 dögum spilað átta kvöld og fengið hvíld frá leikjum á aðeins sex kvöldum sem eru líklega flest tekin undir æfingar. Keflvíkingar unnu tvöfalt í fyrra, fóru alla leið í úrslitaleik Hópbílarbikarsins og áfram í Evrópukeppninni þrátt fyrir mikið álag á leikmönnum liðsins. Liðið spilaði alls 54 leiki í öllum keppnum á vegum KKÍ eða FIBA en þrátt fyrir það var ekki að sjá nein veikleikamerki á liðinu þegar það vann Snæfell 3-1 í lokaúrslitunum í apríl. Liðið stóðst það álag með glans þar sem Sigurður Ingimundarson, að venju Keflvíkinga, spilar á mörgum mönnum og er mjög umhugað um að sínir menn endurnýi orkubirgðir sínar. Þrátt fyrir að viðlíka törn myndi reynast flestum íslenskum liðum ofviða eru líklega engir betri í að spila átta leiki á 14 dögum en einmitt Keflvíkingar, sem sætta sig að sjálfsögðu ekki við neitt annað en að vinna alla leikina. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
Keflvíkingar hafa nóg að gera þessa dagana í körfuboltanum því liðið stendur í ströngu á öllum vígstöðum bæði heima og erlendis. Keflvíkingar léku í gær við KR í Intersportdeildinni en það var annar leikur liðsins í einni erfiðustu leikjatörn sem íslenskt körfuboltalið hefur gengið í gegnum. Hún hófst með glæsilegum sigri liðsins á portúgalska liðinu Madeira í Bikarkeppni Evrópu á miðvikudaginn og endar um næstu helgi þar sem svo gæti farið að liðið spilaði leiki þrjá daga í röð. Það er ekki nóg með að þetta séu margir leikir á stuttum tíma heldur eru þetta mikilvægir leikir gegn sterkum liðum. Inni í þessari törn eru tveir Evrópuleikir gegn portúgölsku og frönsku liði, útileikur gegn KR, heimaleikur gegn Grindavík og svo úrslit Hópbílabikarsins sem fara fram um næstu helgi. Þar leikur Keflavík fyrst við topplið Njarðvíkur og vinnist sá leikur bíður úrslitaleikur við Grindavík eða Snæfell rétt rúmlega hálfum sólarhring síðar en allt eru þetta sterk lið sem krefjast öll fullrar einbeitingar og athygli frá leikmönnum Keflavíkurliðsins. Komist Keflvíkingar í úrslitaleikinn verður hann sjötti leikur liðsins á ellefu dögum en það gefst lítill tími til að blása úr nös eftir þessa ótrúlegu helgi því tveir útileikir bíða í vikunni á eftir, fyrst ferð til Frakklands þar sem liðið mætir Reims og svo á Selfoss þar sem liðið spilar við Hamar/Selfoss en það verður hugsanlega áttundi leikur liðsins á tveimur vikum. Þá hefur Keflavíkurliðið á 14 dögum spilað átta kvöld og fengið hvíld frá leikjum á aðeins sex kvöldum sem eru líklega flest tekin undir æfingar. Keflvíkingar unnu tvöfalt í fyrra, fóru alla leið í úrslitaleik Hópbílarbikarsins og áfram í Evrópukeppninni þrátt fyrir mikið álag á leikmönnum liðsins. Liðið spilaði alls 54 leiki í öllum keppnum á vegum KKÍ eða FIBA en þrátt fyrir það var ekki að sjá nein veikleikamerki á liðinu þegar það vann Snæfell 3-1 í lokaúrslitunum í apríl. Liðið stóðst það álag með glans þar sem Sigurður Ingimundarson, að venju Keflvíkinga, spilar á mörgum mönnum og er mjög umhugað um að sínir menn endurnýi orkubirgðir sínar. Þrátt fyrir að viðlíka törn myndi reynast flestum íslenskum liðum ofviða eru líklega engir betri í að spila átta leiki á 14 dögum en einmitt Keflvíkingar, sem sætta sig að sjálfsögðu ekki við neitt annað en að vinna alla leikina.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira