Sport

Mutu má æfa með félagsliði

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest að Rúmeninn Adrian Mutu má æfa með félagsliði á meðan hann tekur út sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi. Mutu má hins vegar ekki spila æfingaleiki á meðan banninu stendur en getur í það minnsta haldið sér í formi á meðan hann er í banni. Hann mun æfa með sínu gamla félagi Dynamo Búkarest í Rúmeníu á meðan banninu stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×