Sport

Læknir Juventus dæmdur í fangelsi

Riccardo Agricola, læknir ítalska stórliðins Juventus, var í gær dæmdur í 22ja mánaða fangelsi fyrir að hafa dreift hinu ólöglega blóðaukandi lyfi EPO á meðal leikmanna liðsins fyrir nokkrum árum. Auk þess var Antonio Giraudo, einn af yfirmönnum Juventus sýknaður af sömu ákæru. Agricola hyggst áfrýja dómnum en hann mun ekki fá að starfa sem læknir þessa 22 mánuði jafnvel þótt hann fái fangelsidómnum hnekkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×