Erlent

47 látast í Írak

Öflug sprenging sprakk á markaði í Bagdad í morgun og liggja ekki færri en fjörutíu og sjö í valnum. Markaðurinn, sem var fjölsóttur, er skammt frá aðallögreglustöðinni í Bagdad. Talsmenn Bandaríkjahers segja lögreglustöðina hafa verið skotmarkið, og að bílsprengja hafi verið sprengd. Hundrað og fjórtán eru sárir. Í Bakúba, norðaustur af Baghdad skutu byssumenn á smárútu sem flutti lögreglumenn í morgun. Átta féllu og tveir særðust í þeim átökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×