Sport

Stefán og Auðun koma inn

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, tilkynntu í gær tuttugu manna hóp fyrir leikina gegn Búlgörum og Ungverjum í forkeppni heimsmeistaramótsins. Leikurinn gegn Búlgörum verður á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur en leikurinn gegn Ungverjum verður í Búdapest á miðvikudaginn eftir viku. Logi og Ásgeir völdu tuttugu leikmenn en aðeins átján mega vera á skýrslu. Óvíst er hvort Pétur Hafliði Marteinsson og Rúnar Kristinsson geti leikið með vegna meiðsla. "Pétur er í sjúkrameðferð og við fáum niðurstöðu úr henni á næstu dögum og metum það svo hvort hann geti verið með. Það er líklegra að Rúnar verði með en þó er tæpt á að hann verði með í leiknum gegn Búlgörum," segir Logi Ólafsson en Rúnar meiddist í leik með Lokeren um helgina. Stefán og Auðunn Stefán Gíslason úr Keflavík og Auðunn Helgason, sem leikur með sænska liðinu Landskrona, koma inn í landsliðið á ný. "Við vorum sérstaklega ánægðir með Stefán í upphafi mótsins og hann var lengi inni í myndinni fyrir leikina á Manchester-mótinu. En þótt gengi Keflavíkur hafi verið upp og niður í deildinni þá vitum við hvað býr í Stefáni. Hann er ungur framtíðarmaður," segir Logi. Stefán hefur leikið tvo landsleiki, gegn Kúveit og Sádí-Arabíu árið 2002. Auk Stefáns kemur Auðunn Helgason, sem leikur með Landskrona, inn í liðið á ný.  Auðunn hefur leikið 29 landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Búlgarar erfiðir Búlgarar léku á Evrópumótinu í Portúgal í sumar, töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Þeir sýndu þó oft á tíðum ágæta takta. Logi býst við erfiðum leik á laugardaginn. "Við fylgdumst með þeim á Evrópumótinu og sáum að þeir hafa mjög gott lið. Þeir töpuðu að vísu fyrsta leiknum 5-0 og áttu erfitt uppdráttar á mótinu eftir það," segir Logi. Hristo Stoichkov, einn frægasti knattspyrnumaður Búlgara, hefur tekið við stjórn liðsins. Undir hans stjórn gerði liðið 1-1 jafntefli við Íra á útivelli. "Það eru verulega góðir leikmenn í þessu liði, til dæmis Berbatov hjá Leverkusen sem skoraði tvö mörk á móti Bayern München um síðustu helgi. Þótt þeim hafi gengið illa á Evrópumótinu hafa þeir allan hug á að gera betur nú," segir Logi. Leikurinn gegn Búlgörum verður sem fyrr segir á laugardaginn kemur og hefst klukkan fjögur. Riðillinn í forkeppni HM: Búlgaría Ísland Króatía Malta Svíþjóð Ungverjaland Leikmannahópur Íslands: Árni Gautur Arason Vålerenga Kristján Finnbogason  KR Rúnar Kristinsson  Lokeren Arnar Grétarsson Lokeren Hermann Hreiðarsson Charlton Þórður Guðjónsson Bochum Helgi Sigurðsson AGF Århus Brynjar B. Gunnarsson Watford Arnar Þór Viðarsson Lokeren Pétur Hafliði Marteinsson Hammarby IF Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Heiðar Helguson Watford Auðun Helgason Landskrona Jóhannes K. Guðjónsson Leicester Indriði Sigurðsson Genk Ólafur Örn Bjarnason Brann Gylfi Einarsson Lilleström Veigar P. Gunnarsson Stabæk Kristján Ö. Sigurðsson KR Stefán Gíslason  Keflavík Leikir Íslands: Á árinu: 4. sept. Ísland - Búlgaría 8. sept. Ungverjaland - Ísland 09. okt. Malta - Ísland  13. okt. Ísland - Svíþjóð 2005: 26. mars Króatía - Ísland 04. jún. Ísland - Ungverjaland 08. jún. Ísland - Malta  03. sep. Ísland - Króatía 07. sep. Búlgaría - Ísland 12. okt. Svíþjóð - Ísland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×