Sport

Robson rekinn frá Newcastle

Sir Bobby Robson hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Newcastle United þar sem gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum. Newcastle hefur aðeins fengið tvö stig í fjórum fyrstu leikjunum og situr í 16. sæti deildarinnar. Í yfirlýsingu sem Newcastle sendi frá sér í gær kemur fram að Robson muni taka við starfi liðsstjóra hjá félaginu. Ekki er búið að finna arftaka Robson en hann hefur verið við stjórnvölinn frá 1999 þegar hann tók við af Hollendingnum Ruud Gullit. Mikið hefur gengið á í herbúðum Newcastle á þessari leiktíð. Kieron Dyer þurfti að biðja Robson afsökunar eftir að hann neitaði að spila aðra stöðu á vellinum en hann er vanur og eftir að Newcastle hóf að bjóða í Wayne Rooney hefur Craig Bellamy hótað að yfirgefa félagið. Allt keyrði svo um þverbak um helgina þegar Newcastle tapaði fyrir Aston Villa, 4-2, en þá stillti Robson upp Patrick Kluivert í byrjunarliðinu í stað Alans       Shearer. Þetta er í fyrsta skipti frá því að Robson tók við félaginu að Shearer byrjar á varamannabekknum við fulla heilsu. Newcastle gekk ágætlega   undir stjórn Robsons og komst meðal annars í Evrópukeppni félagsliða og Meistaradeild Evrópu. Liðið vann þó ekki til neinna verðlauna í stjórnartíð hans. n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×