Erlent

Skuldar lögfræðingum 260 milljónir

Martha Stewart, sjónvarpskona og fyrrverandi uppáhaldshúsmóðir allra Bandaríkjamanna, hefur óskað eftir því að fyrirtæki hennar, Martha Stewart Living Omnimedia, borgi ríflega 260 milljóna króna lögfræðireikning. Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi síðastliðið sumar fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í hlutabréfaviðskiptum. Málið vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Nú er greinilegt að ekki er innistæða fyrir lögfræðikostnaðinum á hefti húsmóðurinnar sjálfrar. Forsvarsmenn fyrirtækisins ætla að kanna hvort lögmætt sé að fyrirtækið borgi reikninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×