Sport

Presturinn jarðaður

Ein af skærustu stjörnum NFL-deildarinnar á síðasta áratug, Reggie White, var jarðaður í gær. White lést aðeins viku eftir að hann varð 43 ára gamall. Bráðabirgðakrufning leiddi í ljós að hann átti við öndunarsjúkdóm að stríða sem að lokum dró hann til dauða. White var oftar en ekki nefndur Presturinn enda lét hann ávallt gott af sér leiða og leiðbeindi ungum félögum sínum í réttar áttir. Hann var frábær varnarmaður og átti sín bestu ár í búningi Green Bay Packers og vann með liðinu sína einu titla á ferlinum. Tvisvar á ferlinum var White valinn besti varnarmaður deildarinnar og hann hélt um tíma NFL-metinu yfir flestar leikstjórnandafellur, 198. Bruce Smith sló það met síðar.White lék í NFL-deildinni í 15 ár og hann var valinn í stjörnulið deildarinnar 13 ár í röð sem er met.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×