Innlent

Sífellt grófari leikir

Tölvuleikir verða sífellt grófari og brögð eru að því að foreldrar geri sér ekki grein fyrir þessu. Grófasti leikurinn á markaðnum gengur út á að fremja morð á eins hrottafenginn hátt og mögulegt er. Leikurinn Manhunt gengur út á að myrða á sem grófastan hátt. Söguhetjan í manhunt ýmist kæfir menn með plastpoka eða ber þá til óbóta með hafnaboltakylfu, eða notar haglabyssu. Ofbeldið er í fyrirrúmi. Þessi leikur er bannaður innan sextán ára en fréttastofu er kunnugt um að hann sé í eigu allt niður í tólf ára drengja. Brögð eru að því að foreldrar telji alla tölvuleiki við hæfi barna en margir þeirra eru gerðir fyrir fullorðna. Ólafur Þór Jóelsson hjá Skífunni segist telja að foreldrar geri sér oft ekki grein fyrir því hve ofbeldisfullir leikir séu á markaðnum. Leikir af slíku tagi séu hins vegar vel merktir og foreldrar ættu að kynna sér það vel. Ólafur segir segir að ofbeldisleikir séu ekki jafnmargir nú og áður en ákveðinnar tilhneigingar gæti engu að síður í þá átt að menn reyni að ganga enn lengra í þeim efnum en áður hefur verið gert. Hann segir nauðsynlegt að kynna þetta vel fyrir öllum foreldrum. Hann segist ekki trúa á boð og bönn, heldur mun fremur stífa kynningu. Tölvuleikir séu ekki lengur bara fyrir börn og foreldrar verði að gera sér grein fyrir því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×