Innlent

Bókuð flugför færri en í fyrra

Bókuð flugför hjá Flugfélagi Íslands eru aðeins færri í ár en í fyrra. Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að salan sé oft misjöfn milli jóla og velti mikið á hvort það séu brandajól eða ekki og í ár sé jólafríið til að mynda stutt. "Það sem af er desember eru um það bil 4.500 manns með bókað flugfar, sem er litlu færra en í fyrra." Árni segir að hefð sé fyrir því að umferð sé meiri út á land en til Reykjavíkur fram að jólum en það snúist jafnan við á annan í jólum. "Fæstir sem fljúga um jólin eru að ferðast í viðskiptaerindum. Yfirleitt er fólk að heimsækja vini og vandamenn úti á landi yfir hátíðirnar." Að sögn Árna bóka um 60 prósent farþega flugfar sitt á netinu. "Ætli heildarsala flugfara á árinu nemi ekki 1,4 milljörðum króna á árinu. Við fórum yfir 1,3 milljarða í byrjun desember og seljum að jafnaði fyrir um rúmlega hundrað milljónir á ári."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×