Sport

Woods vill fara huldu höfði

Kylfingurinn Tiger Woods segir að konan sín, Elin Nordegren, skipti sig miklu máli í íþróttinni. "Við erum eins og lið," sagði Woods. "Við förum og borðum og tölum um hvað klikkaði og hvað gekk vel." Woods missti 1. sæti heimslistans í hendur Vijay Singh fyrr á árinu. Woods óskar sér hvað heitast að geta farið huldu höfði. "Það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað og hefur ekkert með golfið að gera. Ef geta spilað golf án þess að vera þekktur, það væri toppurinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×