Sport

Montgomerie ekki fyrirliði

Golfarinn Colin Montgomerie hefur dregið til baka umsókn sína um fyrirliðastöðu Evrópuliðsins sem keppir á K Club á Írlandi árið 2006. Montgomerie, sem er 41 árs og setti niður sigurpúttið í sigri Evrópuliðsins á því bandaríska á Okland Hills vellinum í september, segir að "allir" telji hann of ungan fyrir fyrirliðastöðuna og að hann ætti að einbeita sér að því að spila áfram. Montgomerie hvetur Þjóðverjann Bernhard Langer til að halda áfram sem fyrirliði, en aðrir sem koma til greina eru Nick Faldo, Ian Woosnam og Sandy Lyle. Bandaríkjamenn hafa þegar valið Tom Lehman sem fyrirliða, en hann tekur við af Hal Sutton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×