22 konur - 79 karlar 16. desember 2004 00:01 Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira