22 konur - 79 karlar 16. desember 2004 00:01 Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira