22 konur - 79 karlar 16. desember 2004 00:01 Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira