Sport

Eitt stúlknamet féll

Íslenskir keppendurnir stóðu sig bærilega fyrsta daginn á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Austurríki. Fimm íslenskir keppendur taka þátt og setti einn þeirra, Erla Dögg Haraldsdóttir, stúlknamet í 50 metra bringusundi og gamla metið átti hún sjálf frá því í mars síðastliðnum. Erla Dögg keppti einnig í 200 metra fjórsundi en varð næstsíðust í þeirri grein af rúmlega 30 keppendum. Anja Ríkey Jakobsdóttir varð 21. í 100 metra baksundi en náði ekki að bæta Íslandsmetið sem hún á sjálf. Jakob Jóhann Sveinsson varð 19. af 40 keppendum í sinni grein en var talsvert frá sínu besta og komst ekki í milliriðla. Eva Hannesdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir náðu hvorugar góðum úrslitum í 100 metra skriðsundi. Eva endaði í 36. sæti og Kolbrún, sem á gildandi Íslandsmet í greininni, náði aðeins 34. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×