Sport

Maradona kominn heim

Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona er komið aftur til síns heima í Argentínu eftir að hafa verið í þrjá mánuði í meðferð á Kúbu. Að sögn Maradona er þess nú beðið að læknar útskrifi kappann en hann hefur átt í hörðu stríði í gegnum tíðina gegn kókaíni eða "flösu djöfulsins" eins og efnið er oft kallað. "Ég var orðinn óþreyjufullur eftir að komast heim enda nánast búinn að vera í einangrun á Kúbu," sagði Maradona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×