Sport

Stærsta tap tímabilsins hjá KR

Njarðvíkurkonur unnu 37 stiga sigur á KR, 89-52, í mikilvægum leik í botnslag 1. deildar kvenna í fyrrakvöld en það sést kannski á mikilvægi leiksins að bæði lið tefldu fram nýjum erlendum leikmanni í honum. Það er óhætt að segja að hinn nýi serbneski bakvörður Njarðvíkinga, Vera Janjic, hafi byrjað vel en hún skoraði 22 stig og stal 9 boltum í sínum fyrsta leik auk þess að eiga 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Hinn bandaríski leikmaður liðsins, Jamie Woudstra, naut góðs af liðsstyrknum því hún gat einbeitt sér að þeim hlutum sem hún er best í og uppskeran var 31 stig, 13 stig og 8 stoðsendingar hjá henni. Cori Williston spilaði sinn fyrsta leik með KR en þessi bandaríski bakvörður byrjaði ekki vel, skoraði reyndar 12 stig en liðið mátti þola stærsta tap tímabilsins og á enn langt í land með því bæta sína stöðu í deildinni. KR-liðið hefur nú tapað öllum átta deildarleikjum sínum í vetur, liðið er þremur sigrum frá því að sleppa úr fallsæti og þar sem aðeins tveir leikir eru eftir fyrir jól mun KR-liðið sitja í fallsætinu yfir hátíðarnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×