Sport

Í víking til Afríku

"Ég hef notað undanfarnar vikur til hvíldar og er bjartsýnn fyrir þetta mót í Afríku," segir Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Heldur hann um helgina á sitt fyrsta mót á Evrópumótaröðinni sem hann vann sér inn þáttökurétt á fyrir skemmstu. Þrátt fyrir að mótið sé hluti af evrópsku mótaröðinni fer það fram hinu megin á hnettinum í S.Afríku og mun þáttaka Birgis kosta um 400 þúsund krónur. "Þetta er vissulega dýrara en gengur og gerist en ég læt mig hafa það í þetta sinn enda hef ég verið að spila vel og er í ágætu formi. Þarna verða nokkrir velþekktir kappar og mig hlakkar til að takast á við þetta verkefni." Birgir Leifur segir óvissu enn ríkja hvað varðar næsta ár. "Ég hef þáttökurétt á 35 mótum á næsta ári en það veltur að mörgu leyti á stuðningsaðilum og því fjármagni sem ég hef aðgang að hversu mörgum ég enda á að taka þátt í. Persónulega vill ég taka tvö til þrjú mót í röð og taka þá nokkurra vikna frí á milli því engum er hollt að keyra sig út í þessari íþrótt. Ég geri ráð fyrir að ná á milli 20 og 25 mótum ef allt gengur eftir." Mótið sjálft hefst ekki formlega fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku svo Birgir Leifi gefst góður tími til að kynna sér aðstæður og venjast hitanum sem er nokkuð hærri en frostbarðir Íslendingar eiga að venjast á þessum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×