Sport

Heiðar búinn að skora

Heiðar Helguson er búinn að skora fyrir Watford sem er 1-0 yfir gegn úrvalsdeildarliði Portsmouth í 8 liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Mark Heiðars kom á 24. mínútu en leikurinn hófst kl 19.45. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Watford. Þá er enn 0-0 hjá Fulham og Chelsea þar sem Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea. Didier Drogba er hins vegar í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í langan tíma en hann er að jafna sig eftir meiðsli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×