Sport

Smith tekur við Skotum

Walter Smith verður næsti landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu en hann hefur átt í viðræðum við Skoska knattspyrnusambandið undanfarna daga. Ráðning Smith verður staðfest opinberlega eftir stjórnarfund hjá knattspyrnusambandinu á fimmtudaginn. Smith tekur við af Þjóðverjanum Berti Vogts sem var rekinn. Walter Smith er 56 ára og vann þrettán titla sem knattspyrnustjóri hjá Rangers. Hann tók við Everton 1998 en var rekinn fjórum árum síðar og starfaði síðast sem aðstoðarstjóri hjá Portsmouth.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×