Þróunarsjóður gagnist Íslendingum 29. nóvember 2004 00:01 Stjórnvöld hvetja íslensk fyrirtæki til samstarfs við fyrirtæki í nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins með það fyrir augum að fá eitthvað af því fé sem Ísland og önnur EFTA-ríki greiða í þróunarsjóð evrópska efnahagssvæðisins. Sjóðurinn er hugsaður til uppbyggingar- og þróunarstarfs í nýju aðildarríkjunum auk Spánar, Portúgals og Grikklands og því er aðeins veitt fé úr honum til verkefni í þeim ríkjum. Taki íslensk fyrirtæki hins vegar þátt í styrkhæfum verkefnum getur hluti fjárins runnið aftur til Íslands. Íslendingar greiða 500 milljónir króna í sjóðinn árlega fyrstu fimm árin eftir stækkun Evrópusambandsins til austurs, fimmfalt hærri fjárhæð en áður var. Sú greiðsla er niðurstaða samninga í aðdraganda stækkunarinnar til austurs, Evrópusambandið krafðist í fyrstu mun hærri fjárhæðar en íslensk stjórnvöld vildu greiða mun minna og helst að greiðslurnar féllu niður. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að meðal þess sem menn hugsa sér að íslensk fyrirtæki geti tekið þátt í séu verkefni sem tengjast umhverfismálum og umhverfisvænni orku. "Eitt af því sem við höfum litið á sem möguleika er aðstoð við að nota jarðhita. Það er ákveðið verkefni í gangi í Ungverjalandi sem íslensk fyrirtæki hafa komið að, það er eitt dæmi sem hefur sterklega komið til greina. Þróunarsjóður EES og sérstakur sjóður sem Norðmenn settu upp greiða samanlagt rúma 20 milljarða styrki í þróunarverkefni í nýju aðildarríkjunum árlega. Því er eftir miklu að slægjast og hafa hvort tveggja norsk og íslensk stjórnvöld hvatt fyrirtæki í sínum löndum til að leita eftir samstarfi á þeim sviðum sem styrkirnir taka til. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Stjórnvöld hvetja íslensk fyrirtæki til samstarfs við fyrirtæki í nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins með það fyrir augum að fá eitthvað af því fé sem Ísland og önnur EFTA-ríki greiða í þróunarsjóð evrópska efnahagssvæðisins. Sjóðurinn er hugsaður til uppbyggingar- og þróunarstarfs í nýju aðildarríkjunum auk Spánar, Portúgals og Grikklands og því er aðeins veitt fé úr honum til verkefni í þeim ríkjum. Taki íslensk fyrirtæki hins vegar þátt í styrkhæfum verkefnum getur hluti fjárins runnið aftur til Íslands. Íslendingar greiða 500 milljónir króna í sjóðinn árlega fyrstu fimm árin eftir stækkun Evrópusambandsins til austurs, fimmfalt hærri fjárhæð en áður var. Sú greiðsla er niðurstaða samninga í aðdraganda stækkunarinnar til austurs, Evrópusambandið krafðist í fyrstu mun hærri fjárhæðar en íslensk stjórnvöld vildu greiða mun minna og helst að greiðslurnar féllu niður. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að meðal þess sem menn hugsa sér að íslensk fyrirtæki geti tekið þátt í séu verkefni sem tengjast umhverfismálum og umhverfisvænni orku. "Eitt af því sem við höfum litið á sem möguleika er aðstoð við að nota jarðhita. Það er ákveðið verkefni í gangi í Ungverjalandi sem íslensk fyrirtæki hafa komið að, það er eitt dæmi sem hefur sterklega komið til greina. Þróunarsjóður EES og sérstakur sjóður sem Norðmenn settu upp greiða samanlagt rúma 20 milljarða styrki í þróunarverkefni í nýju aðildarríkjunum árlega. Því er eftir miklu að slægjast og hafa hvort tveggja norsk og íslensk stjórnvöld hvatt fyrirtæki í sínum löndum til að leita eftir samstarfi á þeim sviðum sem styrkirnir taka til.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira