Sport

Box: Barrera lagði Morales

Marco Antonio Barrera sigraði Erik Morales í hörkubardaga um heimsmeistaratitil WBO sambandsins í fjaðurvigt í nótt en bardaginn var í beinni útsendingu á Sýn.  Mexikóinn Barrera vann á stigum en bardaginn fór í 12 lotur. Oscar Larios varði titil sinn í fluguvigt þegar hann vann Ástralann Nedal Hussein.  Þriðji Mexikóinn, Rafael Marquez vann heimsmeistaratitil IBF sambandsins í fluguvigt þegar hann vann Kolumbíumanninn Mauricio Pastrana í áttundu lotu.  Og þá varði Púerto Ríkamaðurinn Ivan Calderon titil sinn í léttvigt WBO sambandsins með öruggum sigri á Carlos Fajardo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×