Sport

NBA: Lebron James sló met Kobe

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt.  Grant Hill og Steven Francis skoruðu alls 55 stig samtals í 105-99 sigri Orlando á Philadelphia.  Þetta var fjórði sigur Orlando í síðustu fimm leikjum liðsins. Dirk Nowitzki er orðinn heill á ný eftir meiðsli og fór fyrir sínum mönnum í Dallas Mavericks sem sigruðu Memphis Grizzlies 98-85.  Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 18 fráköst. Cleveland sigraði Chicago 96-74.  Lebron James skoraði 26 stig og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til þess að skora 2000 stig í deildinni.  Lebron James er 19 ára og 277 dögum yngri en Kobe Bryant sem átti metið. Cleveland vann 9da leikinn í vetur en liðið hefur aðeins tapað 4.  Þegar Cleveland vann 9. leikinn á síðustu leiktíð hafði liðið tapað 19 leikjum. New York vann Toronto 108-102, Charlotte sigraði Atlanta 107-92, Denver vann Houston 82-76, San Antonio Spurs burstaði Utah 109-76 og Milwaukee vann Detroit Pistons með 96 stigum gegn 90. Önnur úrslit urðu efrirfarandi: Toronto-New York 102-108 Philadelphia-Orlando 99-105 Atlanta-Charlotte 92-107 Chicago-Cleveland 74-96 Dallas-Memphis 98-85 Denver-Houston 82-76 Utah-San Antonio 76-109 Detroit-Milwaukee 90-96



Fleiri fréttir

Sjá meira


×