Sport

Keflavík Hópbílabikarmeistari

Kvennalið Keflavíkur tryggði sér nú síðdegis Hópbílabikarinn í körfubolta með sigri á ÍS í úrslitaleik keppninnar, 76:65, en leikið var í KR-heimilinu. Staðan í hálfleik var 39-37 fyrir Keflavík. María Ben Erlingsdóttir og Anna María Sveinsdóttir voru stigahæstar Íslandsmeistaranna og gerðu sín hvor 15 stigin, rétt eins og stigahæsti leikmaður Stúdína, Signý Hermannsdóttir sem gerði einnig 15 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×