Hafði ekki hugmynd um samráðið 13. nóvember 2004 00:01 Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins Esso til margra ára, segist enga hugmynd hafa haft um hið nána samráð olíufélaganna og það hafi komið sér gjörsamlega í opna skjöldu. Hann segir Samkeppnisstofnun brjóta fyrirheit sem gefin voru, þegar Olíufélagið féllst á samstarf við að upplýsa málið, um að fara ekki með mál starfsmanna til lögreglu. Esso varð fyrst olíufélaganna til þess að taka upp samstarf við samkeppnisstofnun en setti þó þrjú skilyrði, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Kristján Loftsson staðfesti í dag hver þessi skilyrði voru. Þau hafi verið að Olíudreifing gæti starfað áfram, að unnt væri að slá af sektunum ef menn vinni með samkeppnisyfirvöldum, sem og að þeir starfsmenn sem myndu hjálpa til við að flýta fyrir rannsókninni yrðu ekki ákærðir til lögreglunnar að frumkvæði samkeppnisstofnunar. Kristján segir að Samkeppnisstofnun hafi gengið að þessum skilyrðum á sínum tíma, en svo ekki staðið við þau þegar á hafi reynt. Kristján telur Samkeppnisstofnun hafa brotið þannn hluta samkomulagsins að fara ekki með málið til lögreglu. Kristján hefur verið stjórnarformaður Olíufélagsins hf. og nú Kers, eins og það heitir nú, undanfarin átta ár, og var áður stjórnarmaður. Margir spyrja hver staða stjórnarmanna sé. Kristján segist ekki eiga von á því að sæta ákæru, enda hafi þetta allt saman komið sér í opna skjöldu eins og fleirum. Hefði hann haft grun um samráðið hefði hann beitt sér gegn því. Það eina sem hann hafi vitað um hafi verið samrekstur bensínstöðva sem öll þjóðin vissi um. Kristján kveðst afar ósáttur við sektir og úrskurð Samkeppnisráðs. Hann segir sektirnar út úr öllum kortum og reikninga ekki standast í mörgum tilvikum. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins Esso til margra ára, segist enga hugmynd hafa haft um hið nána samráð olíufélaganna og það hafi komið sér gjörsamlega í opna skjöldu. Hann segir Samkeppnisstofnun brjóta fyrirheit sem gefin voru, þegar Olíufélagið féllst á samstarf við að upplýsa málið, um að fara ekki með mál starfsmanna til lögreglu. Esso varð fyrst olíufélaganna til þess að taka upp samstarf við samkeppnisstofnun en setti þó þrjú skilyrði, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Kristján Loftsson staðfesti í dag hver þessi skilyrði voru. Þau hafi verið að Olíudreifing gæti starfað áfram, að unnt væri að slá af sektunum ef menn vinni með samkeppnisyfirvöldum, sem og að þeir starfsmenn sem myndu hjálpa til við að flýta fyrir rannsókninni yrðu ekki ákærðir til lögreglunnar að frumkvæði samkeppnisstofnunar. Kristján segir að Samkeppnisstofnun hafi gengið að þessum skilyrðum á sínum tíma, en svo ekki staðið við þau þegar á hafi reynt. Kristján telur Samkeppnisstofnun hafa brotið þannn hluta samkomulagsins að fara ekki með málið til lögreglu. Kristján hefur verið stjórnarformaður Olíufélagsins hf. og nú Kers, eins og það heitir nú, undanfarin átta ár, og var áður stjórnarmaður. Margir spyrja hver staða stjórnarmanna sé. Kristján segist ekki eiga von á því að sæta ákæru, enda hafi þetta allt saman komið sér í opna skjöldu eins og fleirum. Hefði hann haft grun um samráðið hefði hann beitt sér gegn því. Það eina sem hann hafi vitað um hafi verið samrekstur bensínstöðva sem öll þjóðin vissi um. Kristján kveðst afar ósáttur við sektir og úrskurð Samkeppnisráðs. Hann segir sektirnar út úr öllum kortum og reikninga ekki standast í mörgum tilvikum.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira