Innlent

Leikskólakennarar í verkfall?

Leikskólakennarar taka ákvörðun á mánudaginn um hvort aflað verði verkfallsheimildar. Formaður félags leikskólakennara er svartsýnn á að samningar takist við sveitarfélögin. Björg Bjarnadóttir,formaður Félags leikskólakennara, segir að lögin sem voru samþykkt á grunnskólakennara í dag hafi áhrif á samningaviðræður leikskólakennara. Hún segir kennarafélögin hafa sömu sýn og allir séu sammála um að kennarar með sambærilega menntun eigi að vera með svipuð laun. Björg segist telja að leikskólakennarar eigi að hafa sömu laun og grunnskólakennarar með þriggja ára háskólanám. Verði samþykkt að afla verkfallsheimildar er gert ráð fyrir að verkfall leikskólakennara hefjist 3.janúar. Björg vill engu spá um afstöðu félagsmanna til verkfalls, en segir ekki mikla bjartsýni ríkja meðal leikskólakennara



Fleiri fréttir

Sjá meira


×