Sport

Elland Road-leikvangurinn til sölu

Viðræður um kaup bandarískra fjárfesta á enska 1. deildarliðinu Leeds eru farnar út um þúfur og næsta víst er að leikvangur félagsins, Elland Road, verði seldur á næstunni til að borga niður skuldir. Leeds mun leigja völlinn áfram og forráðamenn liðsins eru ekki hættir að reyna að finna kaupendur að félaginu. Það er hins vegar verulega skuldsett og því ekki sérstaklega spennandi kostur fyrir fjárfesta nema þá auðvitað á niðursettu verði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×