Tækifæri fyrir frið 11. nóvember 2004 00:01 Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið. Arafat var úrskurðaður látinn í nótt en heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt frá því hann var fluttur á hersjúkrahús í útjaðri Parísar fyrir um hálfum mánuði. Enn hefur ekki verið upplýst hvað nákvæmlega amaði að, en Arafat sem var 75 ára, hefur verið meðvitundarlaus frá því í síðustu viku; hann fékk heilablóðfall og líffæri hans hættu að starfa eitt af öðru. Nú síðdegis var lík Arafats flutt með viðhöfn í franskri þotu til Kaíró í Egyptalandi þar sem opinber útför hans fer fram á morgun að viðstöddum ráðamönnum víðs vegar að úr heiminum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun þó enginn íslenskur fulltrúi sækja útförina. Arafat verður síðan jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag en Ísraelsstjórn hefur þvertekið fyrir að hann fái grafreit í Jerúsalem. Margir hafa vottað Palestínumönnum samúð sína í dag þó jafnframt sé talið að fráfall hans skapi ákveðin tækifæri, ekki síst vegna þess að nú þarf Ísraelsstjórn að standa við þau orð að Arafat hafi verið ein helsta hindrunin fyrir friði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að með fráfalli hans skapist tómarúm „ ... en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu,“ segir forsætisráðherra. Arafat hefur staðið í fylkingabrjósti Palestínumanna í fjörutíu ár og skóp sér nafn í frelsisbaráttunni í gegnum stúdentapólitík en varð síðan stofnandi og forystumaður Fatah-samtakanna til dauðadags. Fortíð Arafats er óneitanlega blóði drifin og Fatah samtökin voru á sínum tíma illræmd hryðjuverkasamtök sem meðal annars stóðu að baki árásunum á ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. Arafat sneri baki við hryðjuverkum sem réttmætri aðferð í frelsisbaráttu Palestínumanna um 1988 en beið álitshnekki á alþjóðavettvangi þegar hann studdi innrás Saddams Husseins í Kúveit 1990. Orðspor hans rétti úr kútnum aftur og hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 1994 fyrir hlut sinn í Oslóarsamkomulaginu svokallaða með Jitshak Rabín og Shimon Peres. Um 10 til 15 Íslendingar hafa hitt Arafat: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, heimsótti hann árið 1990 og Halldór Ásgrímsson fyrir tveimur árum. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, er einn þeirra sem hitti leiðtogann. Hann segir Arafat hafa verið óskaplega hlýjan og skýran mann. „Ég minnist þegar við gengum út úr Muqada-stjórnarbyggingunni, sem Ísraelar hafa lagt í rúst, leiddi hann mig alla leiðina fram hjá sandbyrgjunum og um gangana,“ segir Sveinn. Erlent Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið. Arafat var úrskurðaður látinn í nótt en heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt frá því hann var fluttur á hersjúkrahús í útjaðri Parísar fyrir um hálfum mánuði. Enn hefur ekki verið upplýst hvað nákvæmlega amaði að, en Arafat sem var 75 ára, hefur verið meðvitundarlaus frá því í síðustu viku; hann fékk heilablóðfall og líffæri hans hættu að starfa eitt af öðru. Nú síðdegis var lík Arafats flutt með viðhöfn í franskri þotu til Kaíró í Egyptalandi þar sem opinber útför hans fer fram á morgun að viðstöddum ráðamönnum víðs vegar að úr heiminum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun þó enginn íslenskur fulltrúi sækja útförina. Arafat verður síðan jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag en Ísraelsstjórn hefur þvertekið fyrir að hann fái grafreit í Jerúsalem. Margir hafa vottað Palestínumönnum samúð sína í dag þó jafnframt sé talið að fráfall hans skapi ákveðin tækifæri, ekki síst vegna þess að nú þarf Ísraelsstjórn að standa við þau orð að Arafat hafi verið ein helsta hindrunin fyrir friði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að með fráfalli hans skapist tómarúm „ ... en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu,“ segir forsætisráðherra. Arafat hefur staðið í fylkingabrjósti Palestínumanna í fjörutíu ár og skóp sér nafn í frelsisbaráttunni í gegnum stúdentapólitík en varð síðan stofnandi og forystumaður Fatah-samtakanna til dauðadags. Fortíð Arafats er óneitanlega blóði drifin og Fatah samtökin voru á sínum tíma illræmd hryðjuverkasamtök sem meðal annars stóðu að baki árásunum á ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. Arafat sneri baki við hryðjuverkum sem réttmætri aðferð í frelsisbaráttu Palestínumanna um 1988 en beið álitshnekki á alþjóðavettvangi þegar hann studdi innrás Saddams Husseins í Kúveit 1990. Orðspor hans rétti úr kútnum aftur og hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 1994 fyrir hlut sinn í Oslóarsamkomulaginu svokallaða með Jitshak Rabín og Shimon Peres. Um 10 til 15 Íslendingar hafa hitt Arafat: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, heimsótti hann árið 1990 og Halldór Ásgrímsson fyrir tveimur árum. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, er einn þeirra sem hitti leiðtogann. Hann segir Arafat hafa verið óskaplega hlýjan og skýran mann. „Ég minnist þegar við gengum út úr Muqada-stjórnarbyggingunni, sem Ísraelar hafa lagt í rúst, leiddi hann mig alla leiðina fram hjá sandbyrgjunum og um gangana,“ segir Sveinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira