Fólk farið að nýta 100% lán 9. nóvember 2004 00:01 "Fyrstu eignirnar seldust hér í gær þar sem gert var ráð fyrir 100% lántöku," sagði hann. "Þá er mjög eindregin þróun í þá átt, að fólk sé að kaupa dýrari eignir heldur en áður. Fólk sem áður var kannski að leita að eignum fyrir 14 - 16 milljónir, er jafnvel að kaupa í dag eignir fyrir 20 - 23 milljónir. Það merkilega er, að það stendur jafnvel uppi með léttari greiðslubyrði, miðað við að það taki 80 prósent lán, heldur en ef það hefði keypt 16 milljóna króna eign í gamla kerfinu þar sem hámark lána var 65% af langtímalánum." Björn Þorri sagði þetta helgast af því að í mjög mörgum tilvikum hefði fólk verið að fjármagna kaup sín 90 - 100%. Það hefði fengið hámarks lán frá Íbúðalánasjóði og fjármagnað rest með lífeyrissjóðslánum og bankalánum, auk lána með veði í fasteignum ættingja. "Ég held að menn séu að ofmeta að það verði einhverjar gríðarlegar breytingar með þessum nýju lánamöguleikum," sagði Björn Þorri. "Fólk hefur verið að skuldsetja sig allt að 100% á liðnum misserum og árum. Breytingin er sú, að þá þurfti að fara miklu flóknari og dýrari leiðir til þess. Nú auðveldar þetta miklu fleirum að gera þetta." Spurður hvort mynstrið í fasteignasölunni hefði breyst að undanförnu sagði Björn Þorri að litlar íbúðir seldust jafnt og þétt, en áherslan á stærri eignir hefði jafnframt aukist. Það þætti ekkert merkilegt í dag þótt einhver keypti sér hús fyrir 70 - 100 milljónir. Slíkar eignir seldust nú nánast í hverri viku. "Stærstu og glæsilegustu eignirnar hafa hækkað mikið í verði, þar sem Íslendingum sem eru verulega efnaðir hefur fjölgað mjög á síðustu 4 - 5 árum. Það leiðir til þess, að svigrúm skapast til hækkunar á venjulegum sérbýlum á bilinu 20 - 40 milljónir. Með þessum nýju lánum hefur orðið til kaupendahópur að síðarnefndu eignunum." Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
"Fyrstu eignirnar seldust hér í gær þar sem gert var ráð fyrir 100% lántöku," sagði hann. "Þá er mjög eindregin þróun í þá átt, að fólk sé að kaupa dýrari eignir heldur en áður. Fólk sem áður var kannski að leita að eignum fyrir 14 - 16 milljónir, er jafnvel að kaupa í dag eignir fyrir 20 - 23 milljónir. Það merkilega er, að það stendur jafnvel uppi með léttari greiðslubyrði, miðað við að það taki 80 prósent lán, heldur en ef það hefði keypt 16 milljóna króna eign í gamla kerfinu þar sem hámark lána var 65% af langtímalánum." Björn Þorri sagði þetta helgast af því að í mjög mörgum tilvikum hefði fólk verið að fjármagna kaup sín 90 - 100%. Það hefði fengið hámarks lán frá Íbúðalánasjóði og fjármagnað rest með lífeyrissjóðslánum og bankalánum, auk lána með veði í fasteignum ættingja. "Ég held að menn séu að ofmeta að það verði einhverjar gríðarlegar breytingar með þessum nýju lánamöguleikum," sagði Björn Þorri. "Fólk hefur verið að skuldsetja sig allt að 100% á liðnum misserum og árum. Breytingin er sú, að þá þurfti að fara miklu flóknari og dýrari leiðir til þess. Nú auðveldar þetta miklu fleirum að gera þetta." Spurður hvort mynstrið í fasteignasölunni hefði breyst að undanförnu sagði Björn Þorri að litlar íbúðir seldust jafnt og þétt, en áherslan á stærri eignir hefði jafnframt aukist. Það þætti ekkert merkilegt í dag þótt einhver keypti sér hús fyrir 70 - 100 milljónir. Slíkar eignir seldust nú nánast í hverri viku. "Stærstu og glæsilegustu eignirnar hafa hækkað mikið í verði, þar sem Íslendingum sem eru verulega efnaðir hefur fjölgað mjög á síðustu 4 - 5 árum. Það leiðir til þess, að svigrúm skapast til hækkunar á venjulegum sérbýlum á bilinu 20 - 40 milljónir. Með þessum nýju lánum hefur orðið til kaupendahópur að síðarnefndu eignunum."
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði