Óvirk og máttlaus gagnrýni Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 8. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun