Skoðun

Afgan

" Vopnaði íslenski liðsaflinn í Afganistan gegnir her- mennsku en nýtur stöðu óbreyttra borgara."   Eða var það: "Vopnaði íslenski liðsaflinn í Afganistan gegnir borgaralegum störfum en nýtur stöðu hermanna, sem hluti af herafla NATO í landinu." Hvernig er þetta aftur ?   Þversagnirnar fljúga - tilhugsunin um íslenska "óbreytta borgara", veifandi vélbyssum framan í almenning á erlendri grundu í  nafni íslenska ríkisins er brjálæði!   Eru hugmyndir manna óskýrar eða er það lygin sem kallar að mér? Er skammt í geðklofann eða er ruglið meðvitað yfirvarp yfir óútskýrðan raunveruleika ?   Slíkt brjálæði má ekki vera "útrætt" því þá bendir til allt þess að það haldi áfram.  Varla hefur furðulegra og þversagnarkenndara mál komið upp,sem snertir jafn djúpt þjóðarsál og sjálfsvitund Íslendinga. Er þjóðarsálin löskuð og lasin vegna þessa ?                                      Kveðja: Baldur Andrésson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×