Erlent

Viljum heim til fjölskyldna okkar

"Við viljum öll fara heim til fjölskyldna okkar," sagði Angelito Nayan, sendimaður Filippseyja í Afganistan, í myndbandi sem afganskir gíslatökumenn sendu til fjölmiðla í gær. Nayan er einn þriggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem gíslatökumenn hnepptu í gíslingu. Hinir eru Annetta Flanigan frá Norður-Írlandi og Shqipe Habibi frá Kosovo. Gíslatökumenn hótuðu að myrða fólkið ef Sameinuðu þjóðirnar og breski herinn hyrfu ekki á brott frá Afganistan. Af myndunum að dæma hafði fólkinu ekki verið unnið mein en öll virtust þau hrædd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×