Erlent

Tvíburaturnar rísa í Moskvu

Byggingin verður sambland af skrifstofum og íbúðum og verður hærri byggingin 340 metra há. Byggingin mun nefnast "Sambandsríkið" og verður útsýnispallur á henni þar sem sjást mun yfir alla borgina. Hæsta bygging í vestur-Evrópu er Commerzbank í Frankfurt, en hún er 259 metrar. Nýi skýjakljúfurinn í Moskvu verður þó langt frá því að komast á lista yfir hæstu byggingar heims. Hæsta bygging heims nefnist Tapei 101 og er 509 metra há eða um helmingi hærri en "Sambandsríkið". Eitt vinsælasta vikurit moskvubúa, Vsyo Yasno, sagði að "Sambandsríkið" væri nokkurs konar "síðbúið svar við Tvíburaturnum New York borgar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×