Erlent

Sex létust í 11 bíla árekstri

Sex manns létust og 15 slösuðust alvarlega þegar trukkur fullur af ólöglegum innflytjendum olli 11 bíla árekstri við flótta frá lögreglu í Phoenix, Arizona. Bílstjórinn missti stjórn á stolnum bílnum sem olli það að bíllinn tók að snúast og lenti á öðrum bílum í biðstöðu á beygjuakrein. Þök fóru af nokkrum bílum við áreksturinn og allnokkrir festust inni í bílum sínum, segir á vefsíðu CNN. Lögreglumenn í Cochise-sýslu grunaði að trukkurinn innihéldi ólöglega innflytjendur. Þeir sáu fyrst bifreiðina keyra á hraðbrautinni og eltu hana í nokkurn tíma, sagði talsmaður lögreglustjóra, Carol Capas. Lögreglumenn kölluðu svo á liðveislu og hættu að elta bifreiðina þegar bílstjórinn tók að aka kæruleysislega á miklum hraða og missti að lokum stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Árekstrum og dauðsföllum í umferðinni hefur fjölgað undanfarin ár og mörg þeirra er hægt að tengja við bifreiðar notaðar af þeim sem flytja inn ólöglega innflytjendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×