Erlent

Hvítrússar kjósa í dag

Í dag kjósa Hvítrússar um það hvort Alexander Lukashenko, forseti landsins, skuli hefja sitt þriðja kjörtímabil í embætti. Strangt til tekið er Lukashenko fallinn á tíma, því að hann má aðeins sitja tvö kjörtímabil, en honum leyfist þó að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald sitt, beri þannig undir og það hefur hann gert nú. Andstæðingar forsetans og forsvarsmenn Evrópusambandsins segja Lukashenko hafa einangrað Hvítrússa í valdatíð sinni og að hann stundi stjórnarhætti sem minni á einræðisherra. Þessu vísar forsetinn á bug og segir Evrópusambandið eiga að hugsa um sín eigin vandamál, sem séu mörg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×