Erlent

Heimili rýmd vegna skógarelda

Tæplega áttatíu heimili hafa verið rýmd í Napa- og Yolosýslu í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa geysað á um 15 þúsund hektara svæði norðaustur af San Francisco. Um tvö þúsund slökkviliðsmenn hafi barist við eldinn síðustu daga. Í gær töldu þeir sig hafa náð stjórn á stórum hluta þess svæðis þar sem eldurinn hefur geysað og er ekki talin hætta á að eldurinn nái inn á þéttbýl svæði. Eldurinn kviknaði á sunnudaginn í Yolosýslu og er talið að upptökin séu af mannavöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×