Erlent

Rússar staðfesta Kyoto-bókunina

Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Þessi staðfesting Rússa er gríðarlega mikilvægur áfangi í umhverfisvernd. Kyoto-bókunin stefnir að því að draga úr loftmengun með því að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Um sautján prósent af allri loftmengun í heiminum er rakin til Rússlands. Hefðu Rússar ekki staðfest þennan samning væri í raun ekkert gagn af honum þar sem Bandaríkin, eitt stærsta mengunarland heims, vilja ekki að taka þátt í þeim mengunarvörnum sem felast í Kyoto-bókuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×