Erlent

Var fyrirmynd að Rocky

Chuck Wepner, fyrrum þungavigtarmeistari í hnefaleikum, fékk í gær staðfest lögmæti lögsóknar hans á hendur kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone. Katharine S. Heyden, héraðsdómari í Bandaríkjunum, hafnaði í kær kröfu lögmanna leikarans um að vísað yrði frá lögsókn Wepners, sem heldur því fram að Stallone hafi með óviðeigandi hætti nýtt sér nafn Wepners til að kynna "Rocky"-kvikmyndirnar. Wepner fer fram á að fá greiddan hluta hagnaðar kvikmyndanna, sem hann segir byggðar á ferli sínum sem hnefaleikakappa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×