Erlent

Skaut fjóra bekkjarfélaga til bana

Fimmtán ára nemandi skaut fjóra bekkjarfélaga sína til bana og særði fimm til viðbótar í skotárás í skóla í Carmen de Patagones í Argentínu. Nemandinn dró upp skammbyssu og byrjaði að skjóta af handahófi á samnemendur sína. Nemandinn var handtekinn skömmu eftir skotárásina en ekki lá fyrir hvers vegna hann drýgði ódæðið. "Við heyrðum skothríð og öskur og síðan þustu allir út á gang," sagði einn nemandi í sjónvarpsviðtali. Árásum á nemendur og kennara hefur fjölgað mjög í Argentínu undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×