Erlent

Efins um faðernið

Eiginmenn í Peking, höfuðborg Kína, fara nú fram á faðernispróf í mun meiri mæli en áður. Á einu stærsta sjúkrahúsi borgarinnar hefur faðernisprófum fjölgað um fimmtung frá fyrra ári og sömu sögu er að segja víðar í borginni. Ástæðan fyrir þessari fjölgun faðernisprófa er sögð sú að eiginmennirnir gruni konur sínar um að hafa haldið framhjá sér. Viðhorf Kínverja til kynlífs hafa breyst undanfarið og er það sagt leiða til öryggisleysis margra karlmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×