Rússland er orðið amerísk nýlenda 27. september 2004 00:01 Nafn Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara, verður trúlega alltaf tengt Bobby Fischer og einvígi aldarinnar í Reykjavik. Spassky hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarna áratugi og er franskur ríkisborgari, kvæntur franskri konu. Spassky var verndari skákkeppni liða alþingis og frönsku öldungadeildarinnar sem fjórir stórmeistarar frá hvorri þjóð háðu um helgina. Talið berst auðvitað að Bobby Fischer þar sem við setjumst niður yfir bjórglasi á hóteli í Paris. "Bobby Fischer er vinur minn og er búinn að vera það í meira en 40 ár. Þú veist hvað ég hef sagt um mál hans og ég stend við það," segir Spassky og segist ekki vilja tala meira um þetta mál, svo sorglegt sé það. Daginn eftir vill Spassky útskýra að hann skuli ekki vilja tjá sig meira um Fischer. "Ég hugsa mikið til hans og mig tekur þetta sárt. Ég hef sagt allt sem hægt er að segja: Bobby hefur sterka réttlætiskennd en er því miður ekki mikil félagsvera. Ég vona að Bandaríkjamenn sjái að sér," segir Spassky daginn eftir hótelfund okkar og kennir greinilega í brjósti um sinn gamla keppinaut. Spassky tefldi gegn Fischer í Svartfjallalandi 1992 og átti að endurtaka einvígi aldarinnar. Bandaríkjastjórn hefur síðan reynt að koma lögum yfir Fischer fyrir að rjúfa viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Frönsk stjórnvöld hreyfðu hins vegar hvorki legg né lið gegn Spassky, sem varð franskur ríkisborgari 1978. Spassky skoraði á Bush Bandaríkjaforseta að láta handtaka sig líka; setja í sama fangaklefa og Bobby Fischer og leyfa þeim að tefla. Boris Spassky neitaði alla tíð að ganga í sovéska kommúnistaflokkinn og komst upp á kant við sovésk yfirvöld eftir einvígið í Reykjavík. Hann er þó ekki mikið hrifnari af núverandi valdhöfum. "Almenningur bjó við fátækt á tímum Sovétríkjanna; nú ríkir hrein örbirgð," segir Spassky, "og því miður er ekki hægt að segja annað en að Rússland sé orðið nýlenda, amerísk nýlenda." Spassky stendur raunar á nokkrum tímamótum því hann hefur tekið að sér að verða ritstjóri skáktímarits sem gefið er út í Pétursborg. "Ég verð áfram búsettur í París og verð hér að mestu leyti; það er allt hægt með nútímatækni," segir skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky. Erlent Fréttir Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Nafn Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara, verður trúlega alltaf tengt Bobby Fischer og einvígi aldarinnar í Reykjavik. Spassky hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarna áratugi og er franskur ríkisborgari, kvæntur franskri konu. Spassky var verndari skákkeppni liða alþingis og frönsku öldungadeildarinnar sem fjórir stórmeistarar frá hvorri þjóð háðu um helgina. Talið berst auðvitað að Bobby Fischer þar sem við setjumst niður yfir bjórglasi á hóteli í Paris. "Bobby Fischer er vinur minn og er búinn að vera það í meira en 40 ár. Þú veist hvað ég hef sagt um mál hans og ég stend við það," segir Spassky og segist ekki vilja tala meira um þetta mál, svo sorglegt sé það. Daginn eftir vill Spassky útskýra að hann skuli ekki vilja tjá sig meira um Fischer. "Ég hugsa mikið til hans og mig tekur þetta sárt. Ég hef sagt allt sem hægt er að segja: Bobby hefur sterka réttlætiskennd en er því miður ekki mikil félagsvera. Ég vona að Bandaríkjamenn sjái að sér," segir Spassky daginn eftir hótelfund okkar og kennir greinilega í brjósti um sinn gamla keppinaut. Spassky tefldi gegn Fischer í Svartfjallalandi 1992 og átti að endurtaka einvígi aldarinnar. Bandaríkjastjórn hefur síðan reynt að koma lögum yfir Fischer fyrir að rjúfa viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Frönsk stjórnvöld hreyfðu hins vegar hvorki legg né lið gegn Spassky, sem varð franskur ríkisborgari 1978. Spassky skoraði á Bush Bandaríkjaforseta að láta handtaka sig líka; setja í sama fangaklefa og Bobby Fischer og leyfa þeim að tefla. Boris Spassky neitaði alla tíð að ganga í sovéska kommúnistaflokkinn og komst upp á kant við sovésk yfirvöld eftir einvígið í Reykjavík. Hann er þó ekki mikið hrifnari af núverandi valdhöfum. "Almenningur bjó við fátækt á tímum Sovétríkjanna; nú ríkir hrein örbirgð," segir Spassky, "og því miður er ekki hægt að segja annað en að Rússland sé orðið nýlenda, amerísk nýlenda." Spassky stendur raunar á nokkrum tímamótum því hann hefur tekið að sér að verða ritstjóri skáktímarits sem gefið er út í Pétursborg. "Ég verð áfram búsettur í París og verð hér að mestu leyti; það er allt hægt með nútímatækni," segir skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky.
Erlent Fréttir Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira