Erlent

Gríska vélin aftur á loft

Gríska flugvélin sem lenti á Stansted flugvelli eftir sprengjuhótun í morgun, hefur fengið grænt ljós á að halda áfram ferð sinni til New York. Nafnlaust símtal barst grísku dagblaði í morgun, þar sem sagt var að í flugvélinni væri sprengja fyrir Bandaríkjamenn. Því var ákveðið að lenda á Stansted flugvelli í Lundúnum, en eftir 6 tíma leit, þar sem ekkert fannst, hefur semsagt verið ákveðið að vélin geti haldið áfram leiðar sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×