Erlent

Matvælum dreift til fólksins

Keppst er við að dreifa mati og drykkjarvatni til íbúa Haítí sem búa enn við skort eftir að fellibylurinn Jeanne olli þar miklum flóðum. Verst er ástandið í borginni Gonaives þar sem jafnframt er skortur á lyfjum og læknisaðstoð. Illa gengur að koma neyðarbirgðum þangað þar sem vegir eru í sundur. Lík þeirra sem fórust eru nú grafin þar í fjöldagröfum en alls hafa um ellefu hundruð lík fundist og ríflega tólf hundruð er ennþá saknað. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Á myndinni bíður fólk í röð eftir mat og drykk á Haítí í gær. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×