Erlent

Fjórir lögreglubílar í árekstri

Umferðarteppa myndaðist þegar fjórir lögreglubílar lentu í árekstri á hraðbraut í norðurhluta Englands. Engir fólksbílar eða flutningabílar komu við sögu í árekstrinum utan þeirra hundraða bíla sem stöðvuðust í umferðinni meðan verið var að hreinsa upp á vettvangi og losa einn lögreglumanninn úr bíl sínum með klippum. Talsmaður lögreglunnar sagði ekki liggja ljóst fyrir hvernig áreksturinn hefði átt sér stað en taldi að einhvers konar æfing hefði staðið yfir þegar áreksturinn átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×