Erlent

Rúmlega 500 látnir á Haítí

Fleiri en fimm hundruð hafa týnt lífi á Haítí í kjölfar þess að fellibylurinn Jeanne reið þar yfir og olli miklum flóðum. Óttast er að þessi tala muni hækka. Þriðjungur þeirra sem færðir hafa verið látnir á sjúkrahús í einum hluta landsins eru börn. Vatn liggur enn yfir stórum landssvæðum og segja björgunarmenn líklegt að þeir finni fleiri lík þegar vatnið sjatnar. Fellibylurinn Karl og hitabeltislægðin Lísa, sem eru bæði öflug, eru enn langt úti á Atlantshafi og telja veðurfræðingar sem stendur litlar líkur á að þau valdi usla á landi. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×