Erlent

Eiturlyfjahringur upprættur

Tékkneska lögreglan hefur handtekið einn af höfuðpaurum eiturlyfjahrings sem talið er að hafi smyglað hundruð þúsunda e-taflna til Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að maðurinn, sem er þrítugur Ísraeli, verði framseldur til Bandaríkjanna. Auk hans hafa lögregluyfirvöld víðsvegar um Evrópu handtekið níu manns sem tengjast eiturlyfjahringnum. E-töflunum var smyglað frá Evrópu til Los Angeles og hefur lögreglan í Kaliforníu gert um 130 þúsund e-töflur upptækar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×