Erlent

Nýr forseti í Indónesíu?

Allt bendir til þess að Megawati Sukarnuputri, forseti Indónesíu, hafi beðið lægri hlut í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur benda til þess að hún hafi hlotið tæplega fjörutíu og sjö prósent greiddra atkvæða en að keppinauturinn, Susilo Bambang Yudhoyono, hafi hlotið ríflega fimmtíu og þrjú prósent atkvæða. Yudhoyono er fyrrverandi hershöfðingi og hefur heitið styrkari stjórn, harðari baráttu gegn hryðjuverkum og að örva efnahagsþróun. Myndin er af Megawati Sukarnuputri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×