Erlent

Skæruliði skotinn á Gasa

Ísraelskir hermenn skutu palestínskan skæruliða á Gasa-ströndinni í morgun. Talsmenn Hamas-samtakanna fullyrtu þetta, en talsmenn Ísraelshers gátu ekki staðfest atvikið. Þeir sögðu þó að skotið hefði verið á hóp Palestínumanna sem reynt hefðu að koma fyrir sprengju nærri eftirlitsstöð á mörkum Gasa-strandarinnar og Ísraels.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×